Magdeburg í bikarúrslit

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í liði Magdeburg
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í liði Magdeburg mbl.is/Brynjólfur Löve

Íslendingaliðið Magdeburg er komið í bikarúrslit í þýska handboltanum  þriðja árið í röð eftir 30:25 sigur á Füchse Berlin.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur Magdeburgar með 8 mörk og Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 og nýtti öll 5 vítaköst sín. Janus Daði Smárason komst ekki á blað en átti 1 stoðsendingu

Magdeburg hefur tapað tveimur síðustu bikarúrslitaleikjum en mætir annað hvort Melsungen eða Flensburg í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert