Stjarnan jafnar metin

Adam Thorstensen varði vel í dag
Adam Thorstensen varði vel í dag mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan sigraði Aftureldingu í úrslitakeppni karla í handbolta í dag. Oddaleik þarf til að skera úr um hvort liðið fylgi Val í undanúrslitin.
Stjarnan var 16:10 yfir í hálfleik en gestirnir úr Mosfellsbæ stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 1 mark, lengra komust þeir ekki og Stjarnan sigraði að lokum 27:25. 

Adam Thorstensen átti stórleik í marki Stjörnunnar með 15 varða bolta, 37,5 prósent af skotum Aftureldingar sem hittu á rammann. Þórður Tandri Ágústsson skoraði 6 mörk en markaskorun dreyfðist annars vel á útileikmenn Stjörnunnar.

Birgir Steinn Jónsson skoraði 9 mörk fyrir Aftureldingu, Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu 5 mörk hvor. 

Liðin mætast í oddaleik að Varmá klukkan 18:00 á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert