Valsmenn fyrstir í undanúrslit

Agnar Smári Jónsson úr Val skorar í dag.
Agnar Smári Jónsson úr Val skorar í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta en liðið vann Fram, 36:24, á útivelli í öðrum leik liðanna í Úlfarsárdalnum í átta liða úrslitunum.

Valur mætir Aftureldingu eða Stjörnunni í undanúrslitum, en þar er Afturelding með 1:0-forystu.

Ívar Logi Styrmisson á vítalínunni í dag.
Ívar Logi Styrmisson á vítalínunni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valsmenn náðu undirtökunum snemma leiks. Í stöðunni 3:3 skoraði Valur þrjú mörk í röð og komst í 6:3. Valsmenn héldu áfram að bæta í forskotið og skömmu síðar var staðan orðin 10:4.

Skiptust liðin á að skora út hálfleikinn og var staðan í leikhléi 18:13, Valsmönnum í vil.

Alexander Petersson sækir að marki Fram.
Alexander Petersson sækir að marki Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur skoraði þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks á tæplega þremur mínútum og breytti stöðunni í 21:13. Hélst munurinn svipaður næstu mínútur og var staðan 29:21 þegar tólf mínútur voru eftir.

Voru Framarar ekki líklegir til að jafna metin og eru þeir komnir í sumarfrí á meðan Valsmenn halda áfram í undanúrslit. 

Magnús Óli Magnússon í háloftunum í dag.
Magnús Óli Magnússon í háloftunum í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Markaskorara má sjá hér fyrir neðan, en mbl.is var íþróttahúsinu í Úlfarsárdal og færði ykkur gang mála í beinni textalýsingu. 

Fram 24:36 Valur opna loka
60. mín. Vignir Stefánsson (Valur) skýtur framhjá Nokkrar sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert