Meistararnir örugglega í undanúrslitin

Daniel Esteves Vieira og Guðmundur Bragi Ástþórsson eigast við í …
Daniel Esteves Vieira og Guðmundur Bragi Ástþórsson eigast við í Hafnarfirðinum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir 32:28 sigur á Haukum á Ásvöllum í dag og mæta aftur í Hafnarfjörðinn í næstu umferð en þá gegn deildarmeisturum FH.
Leikmenn Hauka byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson fyrstu tvö mörk leiksins. Sömuleiðis varði Magnús Karl Gunnarsson 3 skot í upphafi leiks og komust Haukar fljótlega fjórum mörkum yfir í stöðunni 6:2.
Þá hrökk Petar Jokanovic í gang og varði þrjú skot í röð frá Haukum. Eyjamenn skoruðu þá 4 mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Eyjamenn náðu síðan forystu í leiknum í stöðunni 9:8 fyrir ÍBV og héldu yfirhöndinni út fyrri hálfleik. 
Eftir að Petar fór að verja var eins og leikmenn Hauka misstu mátt sinn og gekk sóknarleikur þeirra mjög erfiðlega. Það notfærðu eyjamenn sér ítrekað með því að senda Gauta Gunnarsson fram á völlinn og skora úr hraðaupphlaupum eftir sóknarmistök Hauka. 
Eyjamenn fóru að lokum með 3 marka forskot í hálfleik, staðan 17:14.
Markahæstur í liði Hauka í fyrri hálfleik var Guðmundur Bragi Ástþórsson með 7 mörk og varði Magnús Gunnar Karlsson 5 skot. Í liði ÍBV var Gauti Gunnarsson atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 6 mörk en Petar Jokanovic varði 6 skot. 
Haukar skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik en það breytti litlu því eyjamenn voru miklu betri og juku forskotið jafnt og þétt. Eftir 8 mínútur í síðari hálfleikur leiddu eyjamenn með 6 marka mun. Á 43 mínútu fékk Ólafur Ægir Ólafsson rautt spjald eftir að hafa fengið sína þriðju brottvísun. 
Áfram héldu eyjamenn að auka forskotið og náðu mest 8 marka forskoti í leiknum í stöðunni 35:27. ÍBV vann að lokum þægilegan sigur 37:31 og eru komnir í undanúrslit.
Það verður ekki fjallað um þennan leik án þess að minnast á dómgæsluna sem var oft á tíðum mjög skrýtin og virtist sem þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson næðu aldrei almennilega tökum á leiknum og á tímabili var eins og þeir hefðu enga stjórn á leiknum.
Markahæstur í liði Hauka í dag var Guðmundur Bragi Ástþórsson og þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Magnús Gunnar Karlsson vörðu 5 skot hvort.
Í liði ÍBV var Gauti Gunnarsson með 10 mörk, fjölmörg úr hraðaupphlaupum. Petar Jokanovic varði 8 skot.
Haukar 31:37 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert