Kári um Eyjamenn: Ótrúlega takmarkaður þjóðflokkur

„Við erum ótrúlega takmarkaður þjóðflokkur,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði ÍBV, í Punktalínunni eftir sigurinn gegn Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik á Ásvöllum í gær.

Leiknum lauk með sex marka sigri ÍBV, 37:31, en ÍBV vann einvígið samanlagt 2:0 og er komið áfram í undanúrslit þar sem liðið mætir deildarmeisturum FH.

Kári Kristján, sem er 39 ára gamall, er að leika sitt síðasta tímabil með Eyjamönnum en hann tilkynnti það síðasta sumar að tímabilið í ár yrði hans síðasta á ferlinum.

„Það er öllum drullusama um það hver vinnur deildina,“ sagði Kári Kristján.

„Það hefur alltaf verið þannig en um leið og við erum mættir í partíið er alltaf ógeðslega gaman,“ sagði Kári Kristján meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert