Ísland heldur HM 2031

Heimsmeistaramótið verður að hluta til haldið hér á landi árið …
Heimsmeistaramótið verður að hluta til haldið hér á landi árið 2031, þá í nýrri höll í Laugardalnum. Eggert Johannesson

Ísland, Danmörk og Noregur halda heimsmeistaramót karla í handknattleik í sameiningu árið 2031.

Þetta staðfesti Alþjóða handknattleikssambandið á heimasíðu sinni í dag.

Ákveðið var að heimsmeistaramótið 2029 færi fram í Frakklandi og Þýskalandi og í framhaldi af því yrðu Norðurlandaþjóðirnar þrjár mótshaldarar árið 2031.

Þetta verður í annað skipti sem heimsmeistaramótið fer fram á Íslandi en það var haldið hér á landi árið 1995, þá ekki í samvinnu við aðra þjóð.

Leikirnir hér á landi fara fram í nýrri þjóðarhöll sem reisa á í Laugardalnum, rétt hjá Laugardalshöllinni, á næstu árum.

Þá var tilkynnt að heimsmeistaramót kvenna árið 2029 færi fram á Spáni og að Tékkland og Pólland myndu halda heimsmeistaramót kvenna saman árið 2031.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert