Meiðslin voru lán í óláni (myndskeið)

Birna Berg Haraldsdóttir, einn af burðarásum handknattleiksliðs ÍBV, segir að það hafi verið lán í óláni fyrir liðið að vera án þriggja lykilmanna fyrri hluta keppnistímabilsins.

„Þá fengu þessar yngri miklu meiri tíma til að koma inn í liðið og ég held að það muni hjálpa okkur núna í úrslitakeppninni að hafa meiri breidd,“ sagði Birna í þættinum Punktalínan á Símanum Sport.

Þar var rætt við hana og Sunnu Jónsdóttur eftir sigur ÍBV á ÍR í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöld en ÍBV vann einvígið 2:0 og mætir Val í undanúrslitum.

Viðtalið við þær má sjá í spilaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert