Oddaleikurinn í kvöld

Birkir Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson í fyrsta leik Aftureldingar …
Birkir Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson í fyrsta leik Aftureldingar og Stjörnunnar í átta liða úrslitunum. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöld ræðst hvert verður fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik.

Afturelding og Stjarnan mætast þá í oddaleik á Varmá í Mosfellsbæ en liðin hafa unnið sinn leikinn hvort í átta liða úrslitunum.

Afturelding vann fyrsta leikinn á Varmá, 29:28, en Stjarnan vann leik númer tvö í Garðabæ, 27:25.

Hin þrjú einvígin í átta liða úrslitunum enduðu öll 2:0. FH vann KA, Valur vann Fram og ÍBV vann Hauka.

Í undanúrslitum leikur FH við ÍBV og Valur mætir sigurvegaranum í oddaleik Aftureldingar og Stjörnunnar í kvöld. Undanúrslitin hefjast næsta þriðjudag, 23. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka