Fékk frí eða skrópaði til að horfa á HM

Snorri Steinn Guðjónsson tók ekki í mál að missa af …
Snorri Steinn Guðjónsson tók ekki í mál að missa af HM á Íslandi. AFP/Ina Fassbender

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, var 15 ára þegar heimsmeistaramót karla var haldið á Íslandi árið 1995. Ísland mun halda HM 2031 með Danmörku og Noregi.

„Mér finnst það frábær tilhugsun. Ég man enn eftir HM 95 þegar ég var polli. Ég fékk frí eða skrópaði í skólann og fór í Smárann og Höllina og horfði á þetta allt. Þetta var æðislegur tími,“ sagði Snorri við mbl.is og hélt áfram:  

„Þetta er gulrót fyrir alla unglingalandsliðsmenn, sem og A-landsliðsmenn. Við erum með marga leikmenn núna sem eru á fínum aldri og geta náð þessu móti. Þetta fór kannski ekki eins og við vildum síðast, en þetta er eitthvað sem ég hefði verið til í að prófa.

Það fylgir þessu ákveðin ábyrgð fyrir HSÍ og við viljum byrja markvisst að móta alvörulið og horfa á hvað getur gerst eftir sjö ár. Þetta hljómar eins og langur tími, en þetta er eflaust fljótar að líða en manni grunar,“ sagði Snorri Steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert