Skórnir teknir fram hjá uppeldisfélaginu

Arnór Freyr Stefánsson hefur tekið skóna af hillunni.
Arnór Freyr Stefánsson hefur tekið skóna af hillunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmarkvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson mun taka fram keppnisskóna á ný og ganga til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. 

Arnór lék síðast með Stjörnunni leiktíðina 2022/2023 en lagði skóna á hilluna og varð markvarðaþjálfari hjá Stjörnuliðinu. 

Hjá ÍR ætlar Arnór að vera þriðji markvörður og sinna þjálfun markvarða meistaraflokkanna beggja. 

Arnór hefur leikið með ÍR, HK, Aftureldingu og Stjörnunni í efstu deild. Þá varð hann Íslandsmeistari með HK árið 2012. 

Hann reyndir fyrir sér í atvinnumennsku um tveggja ára skeið, með Randers í Danmörku frá 2016 til 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert