Berjast um lausa sætið

Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að Serbum í svakalegum leik Íslands …
Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að Serbum í svakalegum leik Íslands og Serbíu á EM í janúar. mbl.is/Brynjólfur Löve

Hart verður barist um eina lausa sætið sem eftir er af 32 á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi í byrjun næsta árs. 

Serbía og Svartfjallaland, sem voru bæði með Íslandi í riðli á Evrópumótinu í janúar, sækjast eftir sætinu ásamt Sviss. 

Liðin berjast um svokallað boðskort sem tvö lið sem ekki komust á mótið í gegnum umspil geta fengið. 

Bandaríkin fékk annað þeirra en berjast nú Evrópulöndin þrjú um hitt. Serbía tapaði með einu marki samanlagt gegn Spáni, 54:52, en Sviss féll úr leik eftir vítakeppni gegn Slóveníu. 

Svartfjallaland tapaði þá óvænt nokkuð sannfærandi fyrir Ítalíu en nota Svartfellingar þau rök að gengi þeirra hafi verið betra en gengi Serba og Svisslendinga á Evrópumótinu í janúar í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert