Sex grískir landsliðsmenn og góðir útlendingar

Óskar Bjarni Óskarsson ræðir við Benedikt Gunnar Óskarsson og Agnar …
Óskar Bjarni Óskarsson ræðir við Benedikt Gunnar Óskarsson og Agnar Smára Jónsson. mbl.is/Óttar

Valur mætir gríska liðinu Olympiacos í úrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Fyrri leikurinn er á Hlíðarenda klukkan 17 og seinni leikurinn ytra eftir viku. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals á von á mjög erfiðu úrslitaeinvígi.  

„Þeir eru með frábært lið og líklega er þetta sterkasta liðið í keppninni þegar við horfum á fjárhag, getu og reynslu. Þarna eru sex grískir landsliðsmenn og góðir útlendinga í bland með. Þeir eru góðir í öllum stöðum.

Við þurfum að eiga mun betri frammistöðu en við höfum átt að undanförnu. Við þurfum að fá okkar einkenni; betri vörn, meiri hraða og heilsteyptari leik í alla staði. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Óskar.

Fleiri grein­ar úr viðtal­inu við Óskar birt­ast á mbl.is næstu tím­ana til að hita upp fyr­ir fyrri leik­inn í úr­slita­ein­víg­inu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert