Hafþór kominn heim

Hafþór Már Vignisson.
Hafþór Már Vignisson. Kristinn Magnússon

Handboltamaðurinn Hafþór Már Vignisson snýr aftur heim í Þór á Akureyri en hann var hjá norska úrvalsdeildarliðinu Ar­en­dal. 

Hafþór er að jafna sig á erfiðum meiðslum en hann fór í aðgerð í febrúar vegna brjósk­loss.

Hafþór gekk í raðir Ar­en­dal frá Empor Rostock í Þýskalandi en hann er uppalin hjá Þór.

Þór var hársbreidd frá því að næla sér í sæti í efstu deild en tapaði úrslitaeinvíginu 3:2  gegn Fjölni og spilar því í næst efstu deild á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka