Pabbi er svolítið brenndur

Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson fagna bikarmeistaratitli saman.
Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson fagna bikarmeistaratitli saman. mbl.is/Óttar

„Þetta er geggjað. Maður getur ekki beðið eftir að spila seinni leikinn,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals í samtali við Morgunblaðið í rútuferð frá Eretríu til Aþenu í Grikklandi. Þær mætir Valsliðið Olympiacos frá Grikklandi í seinni leik úrslita Evrópubikarsins í handbolta klukkan 17. Keppnin er sú þriðja sterkasta í álfunni.

Valur vann fyrri leikinn, 30:26, á heimavelli fyrir viku og fer því með fína stöðu í erfiðan útivöll í dag. Valur kom mörgum á óvart með því að komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð en það er næststerkasta keppni Evrópu á eftir Meistaradeildinni.

„Eftir Evrópudeildina í fyrra fannst mér við eiga heima í þeirri keppni. Þegar við fórum síðan í þessa var alltaf markmiðið að fara í úrslit. Við vildum reyna að vinna þetta og ég átti alveg eins von á þessu þegar tímabilið byrjaði,“ sagði Benedikt.

Valur fór í undanúrslit árið 2017 en féll úr leik gegn Turda frá Rúmeníu þar sem flestir eru sammála um að dómarar leiksins hafi verið spilltir og gert allt í sínu valdi til að láta Val tapa. „Pabbi er svolítið brenndur á því og það væri skemmtilegt að ná í þennan titil fyrir hann líka,“ sagði Benedikt en faðir hans Óskar Bjarni Óskarsson þjálfar Val.

Nánar er rætt við Benedikt í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert