Selfyssingurinn í úrslit Evrópudeildarinnar

Teitur Örn Einarsson í leik með Flensburg gegn Val í …
Teitur Örn Einarsson í leik með Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans hjá Flensburg tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik karla með því að leggja Dinamo Búkarest nokkuð þægilega að velli, 38:32, í undanúrslitum í Hamborg í Þýskalandi.

Staðan í hálfleik var 18:11, Flensburg í vil, og reyndist síðari hálfleikurinn nokkurs konar formsatriði fyrir þýska liðið.

Flensburg mætir annað hvort Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen eða Füchse Berlín í úrslitaleiknum á morgun, en þau eigast nú við.

Selfyssingurinn Teitur Örn skoraði tvö mörk fyrir Flensburg í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert