Aron og Thea valin mikilvægust

Aron Pálmarsson með sinn bikar.
Aron Pálmarsson með sinn bikar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valin mikilvægustu leikmenn úrvalsdeildanna í handknattleik á lokahófi HSÍ í Minigarðinum í Skútuvogi í dag. 

Aron fékk Valdimarsbikarinn og Thea Sigríðarbikarnn. 

Thea var einnig valin varnarmaður ársins en þann titil fékk Valsarinn Alexander Júlíusson karlamegin. 

Thea Imani Sturludóttir var mikilvægust kvennamegin.
Thea Imani Sturludóttir var mikilvægust kvennamegin. mbl.is/Arnþór Birkisson

Benedikt Gunnar Óskarsson, úr Val, og Elín Klara Þorkelsdóttir voru þá valin bestu leikmenn deildanna. 

Þjálfari FH Sigursteinn Arndal var þjálfari ársins karlamegin og Valsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson kvennamegin. 

Hrannar Ingi Jóhannsson var leikmaður ársins í 1. deild karla og Katla María Magnúsdóttir úr Selfossi kvennamegin. 

Þjálfari ÍR Bjarni Fritzson var þjálfari ársins í 1. deild karla og Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss í 1. deild kvenna. 

Öll verðlaun:

Úrvalsdeild karla:

Mikilvægastur: Aron Pálmarsson, FH
Bestur: Benedikt Gunnar Óskarsson, Valur
Best sóknarmaðurinn: Elmar Erlingsson, ÍBV
Besti varnarmaðurinn: Alexander Júlíusson, Valur
Efnilegastur: Elmar Erlingsson, ÍBV
Besti markvörður: Björgvin Páll Gústafsson, Val
Háttvísisverðlaun HSÍ: Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding

Úrvalsdeild kvenna:

Mikilvægust: Thea Imani Sturludóttir, Val
Best: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar
Besti sóknarmaðurinn: Elín Rósa Magnúsdóttir, Val 
Besti varnarmaðurinn: Thea Imani Sturludóttir, Val
Efnilegust: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
Besti markvörður: Hafdís Renötudóttir, Val
Háttvísisverðlaun: Karen Tinna Demian, ÍR

1. deild karla

Besti leikmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR
Besti sóknarmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR
Besti varnarmaður: Brynjar Hólm Grétarsson, ÍR
Efnilegastur: Marel Baldvinsson, Fram U
Besti markvörðurinn: Jonas Maier, Hörður

1. deild kvenna

Best: Katla María Magnúsdóttir, Selfoss
Besti sóknarmaður: Katla María Magnúsdóttir, Selfoss
Besti varnarmaður: Ída Margrét Stefánsdóttir, Grótta
Efnilegust: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta
Besti markvörður: Ingunn Maria Brynjarsdóttir, Fram U

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert