Skil ekki hvernig hann dæmir ekki víti

John Obi Mikel var mjög ósáttur með að fá ekki …
John Obi Mikel var mjög ósáttur með að fá ekki vítaspyrnu gegn Argentínu í gær. AFP

John Obi Mikel, fyrirliði nígeríska landsliðsins í knattspyrnu var svekktur eftir 2:1 tap liðsins gegn Argentínu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Pétursborg í gær. Í stöðunni 1:1 vildi Nígería fá víti en Cüneyt Çakır, dómari leiksins ákvað að dæma ekki vítaspyrnu eftir að hafa stuðst við myndbandstækni. 

„Ég skil ekki hvernig dómarinn dæmir ekki vítaspyrnu. Þetta var augljós vítaspyrna,“ sagði Mikel við fréttamenn eftir leik. Ef við skoðum leikinn um daginn þegar Portúgal og Íran mættust þá var atvikið í leiknum okkur tíu sinnum meira víti. Hann var með vald á boltanum og hann fer í hönd hans.“

„Kannski var þetta af því að við vorum búnir að fá eitt víti í leiknum og hann vildi ekki gefa okkur aðra. Víti er samt bara víti. Ef það er brot innan teigs á bara að dæma vítaspyrnu, svo einfalt er það,“ sagði pirraður Mikel að lokum. Króatía og Argentínu fara upp úr D-riðli í sextán liða úrslit keppninnar en Nígería og Ísland sitja eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka