„Það er bara bull“

Dejan Lovren fagnar eftir sigur Króata í gærkvöld.
Dejan Lovren fagnar eftir sigur Króata í gærkvöld. AFP

„Fólk ætti að fara að viðurkenna að ég er einn besti varnarmaður í heimi,“ sagði Dejan Lovren, miðvörður króatíska landsliðsins í knattspyrnu, eftir sigurinn gegn Englendingum í undanúrslitum HM í knattspyrnu í gær.

„Ég er orðinn vanur því að vera gagnrýndur en ég er ekki sammála því fólki sem segir að ég hafi átt erfitt tímabil. Það er bara bull. Ég fór með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og nú er ég kominn með þjóð minni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Þetta er eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Nú erum við búnir að bæta besta árangur Króatíu á HM frá árinu 1998 og fólk mun aldrei gleyma þessu. Við eigum möguleika á að gera enn betur og vonandi tekst okkur það á sunnudaginn,“ sagði Lovren en Króatar mæta Frökkum í úrslitaleiknum á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert