Rifti vegna fordóma í garð samkynhneigðra

Hafdís Renötudóttir.
Hafdís Renötudóttir. Ljósmynd/Jon Forberg

Handboltamarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir ákvað að rifta samningi sínum við ónefnt pólskt félag haustið 2019 vegna fordóma í garð samkynhneigða þar í landi.

Þetta kom fram í viðtali hennar við RÚV en Hafdís er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Ísland hefur leik á mótinu á fimmtudaginn kemur þegar liðið mætir Slóveníu í Stavanger í Noregi í D-riðli keppninnar en Angóla og Frakkland leika einnig í sama riðli.

Leið mjög illa í Póllandi

„Ég er hinsegin kona og ég man bara að þegar ég lenti þarna úti í Póllandi að fyrstu fréttirnar sem ég sá í sjónvarpinu voru um að það væri verið að grýta hinsegingöngu í bænum við hliðina,“ sagði Hafdís í samtali við RÚV.

Svo er ég úti í göngutúr í þessum bæ og það eru límmiðar út um allt á öllum ljósastaurum [sem á stendur] að allir hinsegin séu barnaníðingar.

Það fór mjög illa í mig og styrkti ákvörðun mína mjög mikið að rifta samningnum þegar ég fékk þann valkost. Mér leið heilt yfir mjög illa úti,“ sagði Hafdís meðal annars en hún er samningsbundin Val í úrvalsdeildinni núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert