Forsetinn tjáði sig um umdeilda ákvörðun Þóris

Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson Ljósmynd/Jon Forberg

Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, ræddi í dag við mbl.is á liðshóteli íslenska kvennalandsliðsins. Er hann á sama hóteli og íslenska liðið á meðan á riðlakeppninni á HM stendur yfir.

Geir Lio hefur unnið náið með Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins, í hátt í fjóra áratugi.

Hann styður ákvörðun Þóris um að takmarka aðgengi stuðningsmanna norska liðsins að leikmönnum þess á meðan á HM stendur yfir, til að minnka líkurnar á kórónuveirusmiti og öðrum pestum. Ákvörðunin hefur verið töluvert gagnrýnd í norskum fjölmiðlum.

„Norska pressan var ósátt við þá ákvörðun, en við hjá sambandinu styðjum Þóri. Við vitum að stelpurnar eru mjög vinsælar og við gerum hvað við getum til að hafa gott aðgengi á milli leikmanna og stuðningsmanna.

Við skiljum samt ákvörðun Þóris, því í hans augum er heilsa leikmanna mikilvægust,“ sagði Geir Lio við mbl.is um ákvörðun Þóris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert