Lét alla á lögreglustöðinni vita

Lögreglukonan Hildigunnur Einarsdóttir er loksins mætt á stórmót.
Lögreglukonan Hildigunnur Einarsdóttir er loksins mætt á stórmót. Ljósmynd/Jon Forberg

Hildigunnur Einarsdóttir er loksins mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta, en hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2006.

Hildigunnur var meidd þegar HM í Brasilíu 2011 fór fram og þá var hún ekki í valin í lokahópinn á EM árin 2010 og 2012, sem eru einu stórmót Íslands til þessa.

Línukonan, sem er 36 ára gömul, var kampakát þegar hún fékk að vita að Ísland hafi fengið boðssæti á HM í ár, en fyrsti leikur Íslands er gegn Slóveníu í dag.  

„Það gaf mér mjög mikið. Ég var lítið að spá í þessu, þar til fréttirnar komu. Þegar sætið var í höfn þá æfði maður mjög vel í sumar, með þetta á bak við eyrað. Ég er búin að vera að hugsa um þetta síðan í sumar,“ sagði Hildigunnur við mbl.is frá liðshóteli íslenska liðsins í Stafangri.

Hún starfar sem lögreglukona hjá lögreglunni á Suðurnesjunum og var á vaktinni þegar henni var tjáð að fyrsta stórmótið væri á næsta leyti. „Ég var í vinnunni og sagði öllum á stöðinni frá þessu, mjög spennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert