Smá sjokk að frétta það

Þórey Rósa er mætt á sitt þriðja stórmót.
Þórey Rósa er mætt á sitt þriðja stórmót. Ljósmynd/Jon Forberg

„Það var smá sjokk að frétta að við höfðum fengið sæti á þessu móti, en mjög skemmtilegt,“ sagði hornakonan Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við mbl.is.

Ísland fékk óvænt sæti á lokamóti HM, en eftir tap gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu fékk Ísland boðssæti. Fyrsti leikurinn er gegn Slóveníu í D-riðli í Stafangri í dag.

„Við förum vonandi vel með þetta frábæra tækifæri sem við erum komin með í hendurnar og vonandi að leiðin sé upp á við hjá íslenska kvennalandsliðinu. Leikmenn virka mjög einbeittir. Auðvitað er smá spenningur, en við erum í góðri rútínu og með gott plan.

Við erum að minna hvor aðra á að vera einbeittar á það sem við ætlum að gera og ekki láta þetta skemmtilega sem er í kringum okkur koma okkur úr jafnvægi. Við viljum nýta það til að gefa okkur jákvæða orku,“ sagði Þórey Rósa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert