Þórir með meira skap þegar hann var yngri

Þórir Hergeirsson er afar vinsæll í Noregi.
Þórir Hergeirsson er afar vinsæll í Noregi. Ljósmynd/Jon Forberg

„Afrekin hans segja allt sem segja þarf,“ sagði Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, um Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í samtali við mbl.is.

„Hann er goðsögn. Ég er búinn að vinna með honum í tæp 40 ár. Hann var ungur og skapstór maður þegar ég kynntist honum fyrst og nú er hann orðinn framúrskarandi þjálfari.

Það hafa ekki margir afrekað það sem hann hefur afrekað, sama á hvaða íþrótt er litið. Það er sama hvað bjátar á, það eru alltaf sömu gæði í liðunum hans Þóris. Hann er goðsögn, góður náungi og við erum mjög hrifin af honum,“ sagði Geir Lio, hæstánægður með íslenska þjálfarann.

„Hann var yngri og með meira skap. Hann er kannski enn þá með sama skapið, en hann er betri í að fela það. Hann er húmoristi og góður að fá liðið til að fylgja sér. Hann verður þjálfarinn okkar eins lengi og hann vill það sjálfur,“ sagði sá norski.

Kåre Geir Lio er mikill aðdáandi Þóris Hergeirssonar.
Kåre Geir Lio er mikill aðdáandi Þóris Hergeirssonar. Ljósmynd/Norska handknattleikssambandið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert