Hrósaði Þóri í hástert: Aldrei séð annað eins

Þórir horfir á sitt lið fagna í kvöld.
Þórir horfir á sitt lið fagna í kvöld. Ljósmynd/Jon Forberg

Herbert Müller, landsliðsþjálfari kvennaliðs Austurríkis í handbolta, hrósaði Þóri Hergeirssyni og norska liðinu hans í hástert eftir gríðarlega sannfærandi 45:28-sigur Noregs er liðin mættust á HM í Stafangri í Noregi í kvöld.

Noregur er ríkjandi heims- og Evrópumeistari á meðan Austurríki fékk boðssæti á mótið, eins og Ísland. 

„Ég hef aldrei séð annað eins. Við vorum eins og lítil mús fyrir framan risastóran kött. Ég vildi sjá hvernig leikurinn þróaðist áður en ég tók ákvörðun um hvernig ég vildi leggja leikinn upp.

Strax eftir tíu mínútur komst ég að því að ég vildi hvíla leikmenn fyrir næstu leiki. Við fundum strax fyrir því að norska liðið tók þennan leik mjög alvarlega. Það er æðislegt að horfa á norska liðið spila og krafturinn er ótrúlegur,“ sagði Herbert Müller á blaðamannafundi eftir leik.

Frá blaðamannafundinum eftir leik.
Frá blaðamannafundinum eftir leik. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert