Svo er það alltaf mamma

Elín Rósa hefur komið skemmtilega inn í íslenska liðið.
Elín Rósa hefur komið skemmtilega inn í íslenska liðið. Ljósmynd/Jon Forberg

„Þetta var erfitt, en maður verður að halda áfram. Við ætlum að mæta grimmar í nýtt mót,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, í samtali við mbl.is fyrir æfingu íslenska liðsins í Frederikshavn í Danmörku í gær.

Íslenska liðið rétt missti af sæti í milliriðli í Þrándheimi í Noregi og fór þess í stað til Danmerkur í keppni um Forsetabikarinn, 25.-32. sæti.

Elín og samherjar hennar í íslenska liðinu fengu smá tíma til að sleikja sárin, áður en næsta verkefni tók við.

Elín Rósa hefur komið inn í íslenska liðið með krafti.
Elín Rósa hefur komið inn í íslenska liðið með krafti. Ljósmynd/Jon Forberg

„Ég fékk mikið af skilaboðum, en þau voru öll jákvæð. Maður verður að taka þau til sín og horfa á það jákvæða og halda áfram.

„Það er fínt að tala um það við einhvern. Ég get t.d. alltaf talað við Lilju og Þóreyju sem spila með mér í Val og í rauninni allar í liðinu og svo er það auðvitað mamma,“ sagði Elín um hvernig hún jafnar sig eftir erfiða leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert