Alls konar sirkusar og krúsidúllur

Perla Ruth Albertsdóttir er spennt fyrir leiknum gegn Paragvæ.
Perla Ruth Albertsdóttir er spennt fyrir leiknum gegn Paragvæ. Ljósmynd/Jon Forberg

Ísland mætir Paragvæ í öðrum leik liðanna í Forsetabikarnum á HM kvenna í handbolta í Frederikshavn í Danmörku klukkan 17.

Ísland hefur aldrei mætt Paragvæ áður í landsleik og landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir, hornakonan knáa frá Selfossi, á von á öðruvísi leik en íslenska liðið er vant því að spila.

Perla Ruth glöð í bragði á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Perla Ruth glöð í bragði á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Ljósmynd/Jon Forberg

„Við vorum að skoða þær í fyrsta skipti núna rétt áðan og þær eru með alls konar skemmtilegt í sínum leik; alls konar sirkusar og krúsidúllur.

Það verður gaman að spila við þær,“ sagði Perla við mbl.is fyrir æfingu íslenska liðsins í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert