Ég er næstum því stærri en þær allar

Sandra Erlingsdóttir fær öðruvísi verkefni í dag.
Sandra Erlingsdóttir fær öðruvísi verkefni í dag. Ljósmynd/Jon Forberg

Ísland mætir Paragvæ í öðrum leik sínum í Forsetabikarnum á HM kvenna í Frederikshavn í Danmörku klukkan 17.

Íslenska liðið vann 37:14-stórsigur á Grænlandi í fyrsta leik riðils 1, á meðan Paragvæ mátti þola 20:23-tap gegn Kína.

„Ég er næstum stærri en þær allar. Þær eru litlar og kvikar. Þær spila skemmtilegan sóknarbolta og eru aggresívar í vörn.

Sandra Erlingsdóttir er klár í slagin gegn Paragvæ.
Sandra Erlingsdóttir er klár í slagin gegn Paragvæ. Ljósmynd/Jon Forberg

Þetta verður skemmtilegt verkefni á móti þeim,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi íslenska liðsins, í samtali við mbl.is um paragvæska liðið.

Sandra er 160 sentímetrar á hæð og því vön því að spila við hávaxnari leikmenn, sem breyting verður á í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert