Gæfi helling að vinna þær

Arnar Pétursson stýrir Íslandi í lokaleik HM gegn Kongó í …
Arnar Pétursson stýrir Íslandi í lokaleik HM gegn Kongó í kvöld. Ljósmynd/Jon Forberg

Ísland mætir Lýðveldinu Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Forsetabikarinn er keppni þeirra liða sem ekki komust í milliriðil á HM og um leið keppni um 25.-32. sæti.

Íslenska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Grænlandi, Paragvæ og Kína. Kongó vann Kasakstan, Íran og Síle í sínum riðli. Þrátt fyrir að bikarinn fyrir að lenda í 25. sæti á HM sé ekki sá eftirsóttasti er vissulega skemmtilegra að vinna hann en ekki.

Sérstakur bikar

„Það gæfi okkur helling. Þetta er bikar, þótt hann sé sérstakur. Þetta er ekki fyrsti úrslitaleikurinn á þessu móti og við undirbúum okkur þannig. Það er ákveðin kúnst. Það myndi gefa okkur helling að vinna þennan leik. Við lærðum helling af öðrum úrslitaleik á móti Angóla. Hann fer í þennan fræga reynslubanka. Nú förum við í annan úrslitaleik sem við ætlum okkur að vinna. Það skilar okkur vonandi bikar og meiri reynslu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson í samtali við Morgunblaðið á hóteli liðsins í Frederikshavn í Danmörku í gær.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert