Panthers skrefi nær Stanley Cup

Úr leik liðanna aðfaranótt sunnudags
Úr leik liðanna aðfaranótt sunnudags AFP/JOEL AUERBACH

Florida Panthers komust í 2:0 gegn Edmonton Oilers í úrslitum NHL deildarinnar í íshokkí eftir annan sannfærandi sigur, 4:1.

Fyrsta leiknum lauk með 3:0 sigri Panthers en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli Panthers í Miami.  

Mattias Ekholm kom Edmonton yfir í fyrsta leikhluta en Floridaliðið tók öll völd á vellinum í kjölfarið. Niko Mikkola jafnaði metin í öðrum leikhluta og í þeim þriðja skoraði Evan Rodrigues tvö mörk og Aaron Ekblad innsiglaði sigurinn með fjórða marki Panthers rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok.

Vinna þarf fjórum sinnum til að hampa Stanley bikarnum sem er einn frægasti verðlaunagripur í íþróttaheiminum og var fyrst veittur árið 1893. Panthers stendur afar vel að vígi þrátt fyrir að Edmonton hafi átt miklu fleiri markskot í fyrsta leiknum. 

Næsti leikur fer fram á heimavelli Edmonton í Kanada aðfaranótt föstudags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert