Þorleifur: Tók af skarið

Þorleifur Ólafsson. leikmaður Grindvíkinga, var svo sannarlega ein af hetjum liðs síns í dag þegar þeir slógu út bikarmeistara Keflavíkur í Powerade-bikarnum í körfuboltanum. 

Þorleifur tók af skarið þegar á þurfti undir lok leiks og skoraði gríðarlega mikilvægar körfur. Þrátt fyrir sigurinn gagnrýndi Þorleifur dómaraparið og sagði þá alls ekki hafa verið með sömu „línuna“ allan leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert