Ólafur: Varð að skjóta fyrir bróðurinn

Ólafur Ólafsson var svo sannarlega í stuði í kvöld þegar hann setti niður 29 stig gegn Þórsurum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Grindavík vann Þór, 87:67, og er með 2:1 forystu í einvíginu. 

Ólafur fór hamförum í leiknum og tjáði blaðamanni að hafragrauturinn hafi verið valinn í morgunmat þegar hann byrjaði daginn.  Ólafur var ekki mikið að blása í lúðra yfir eigin frammistöðu en hann sagðist hafa þurft að skjóta öllum þeim skotum sem Þorleifur bróðir hans tekur að öllu jöfnu. Eins og fyrr hefur komið fram er Þorleifur meiddur og spilar ekki meira með þetta tímabilið.

Viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert