Sætur útisigur Njarðvíkinga

Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 16 stig fyrir Njarðvík.
Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 16 stig fyrir Njarðvík. mbl.is/Golli

Njarðvíkingar styrktu stöðu sína í fimmta sæti Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld með því að sigra Grindvíkinga, 92:89, í Mustad-höllinni í Grindavík.

Njarðvík er þá með 22 stig í fimmta sætinu en Grindavík situr eftir með 18 stig í sjöunda sætinu og á ekki lengur raunhæfa möguleika á heimaleikjarétti í átta liða úrslitunum.

Grindavík var yfir í hálfleik, 57:50, en Njarðvíkingar sigu fram úr í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sigurinn eftir spennandi lokamínútur.

Terrell Vinson skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og tók 13  fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson skoraði 16 stig og Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 og tók 12 fráköst.

J´Nathan Bullock og Ólafur Ólafsson skoruðu 18 stig hvor fyrir Grindvíkinga.

Gangur leiksins:: 8:9, 18:12, 22:22, 31:31, 34:33, 42:40, 49:42, 57:50, 57:55, 64:59, 70:64, 75:74, 79:79, 85:79, 89:88, 89:92.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/9 fráköst, J'Nathan Bullock 18/10 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 12/5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/5 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Dagur Kár Jónsson 10/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 8/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

Njarðvík: Terrell Vinson 27/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ragnar Agust Nathanaelsson 13/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Kristinn Pálsson 8/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert