Slagsmál í Manila

Allt varð vilaust í þriðja leikhluta í leik Filippseyja og …
Allt varð vilaust í þriðja leikhluta í leik Filippseyja og Ástrala þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM. AFP

Ástralska körfuboltalandsliðið óttaðist um öryggi sitt og bað um hjálp frá sendiráðinu eftir að blóðug slagsmál milli leikmanna, starfsmanna og áhorfenda brutust út í leik milli Ástralíu og Filippseyja í Manila í undankeppni heimsmeistaramóts karla.

Alþjóðakörfuknattleikssambandið FIBA hefur opnað fyrir rannsókn á uppákomunni en leikmenn og starfsmenn filippeyska landsliðsins spörkuðu og kýldu í leikmann ástralska landsliðsins sem lá á gólfinu. Bæði lið skiptust á höggum sem endaði með því að 13 leikmönnum var vísað af velli.

Allt varð vitlaust í þriðja leikhluta þegar Roger Pogoy, leikmaður filippeyska landsliðsins, felldi Ástralann Chris Goulding í jörðina. Liðsfélagi Goulding, Daniel Kickert, brást við með því að gefa Pogoy harkalegt olnbogaskot. Í kjölfarið brutust út slagsmál milli leikmanna. Stuttu síðar fóru áhorfendur að henda stólum í leikmenn ástralska liðsins sem áttu fótum sínum fjör að launa. 

Leikurinn fór aftur af stað en þá voru bara þrír filippeyskir leikmenn eftir sem ekki voru búnir að fá brottvísun. Leikurinn var að lokum flautaður af í stöðunni 89:53 fyrir Ástralíu eftir af tveir þeirra höfðu verið útilokaðir vegna fjölda villna.

„Leikmenn og þjálfarar óttuðust um öryggi sitt,“ sagði Anthony Moore, framkvæmdastjóri ástralska körfuboltasambandsins á fréttamannafundi.

„Leikmennirnir eru líkamlega í lagi, þeir eru þó með marbletti og önnur eymsli. Íþróttamennirnir og þjálfararnir voru um kyrrt á vellinum í töluverðan tíma þar sem það var öruggasti staðurinn fyrir þá.“

Filippeyska körfuknattleikssambandið bað stuðningsmenn sína og körfuboltasamfélagið afsökunar en létu vera að biðja Ástrala afsökunar.   

Leikmenn filippeyska landsliðsins hafa fengið á sig frekari gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að mynd birtist af nokkrum leikmönnum liðsins brosandi eftir slagsmálin að taka hópsjálfu (e. group selfie).

Leikmen filippeyska landsliðsins í körfubolta tóku sjálfu eftir slagsmálin.
Leikmen filippeyska landsliðsins í körfubolta tóku sjálfu eftir slagsmálin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert