Kári kynntur hjá Haukum

Kári Jónsson lék gríðarlega vel með Haukum áður en hann …
Kári Jónsson lék gríðarlega vel með Haukum áður en hann hélt út í atvinnumennsku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, verður kynntur til leiks hjá Haukum á blaðamannafundi á Ásvöllum í hádeginu. Þetta herma heimildir mbl.is.

Kári samdi við finnska félagið Helsinki Seagulls á dögunum, en félagið rifti samningi hans vegna meiðsla sem Kári glímir við. Kári var þar áður samningsbundinn Barcelona, en náði ekki að leika með spænska stórliðinu. 

Hann er uppalinn í Haukum og var einn besti leikmaður efstu deildar hér á landi áður en hann samdi við Barcelona. 

mbl.is