Tólfti sigur Stjörnunnar í röð

Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Hlynur Bæringsson og Tómas Þórður Hilmarsson …
Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Hlynur Bæringsson og Tómas Þórður Hilmarsson umkringja Chaz Williams úr Njarðvík í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann sinn tólfta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta með 89:84-sigri á Njarðvík á heimavelli í kvöld. 

Njarðvík var sterkari aðilinn framan af og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 18:13, gestunum í vil. Stjarnan minnkaði muninn í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 38:36, Njarðvík í vil. 

Stjarnan sýndi allar sínar bestu hliðar í þriðja leikhluta og eftir hann var staðan orðin 69:54. Njarðvík náði að búa til spennu undir lokin, en forskot Stjörnunnar var of mikið til að brúa.

Nikolas Tomsick var stigahæstur hjá Stjörnunni með 20 stig, Urald King gerði 16 og Kyle Johnson og Ægir Þór Steinarsson 13 hvor. Chaz Williams og Aurimas Majauskas skoruðu 20 stig hvor fyrir Njarðvík. 

Stjarnan er á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Keflavík. Njarðvík er í sjötta sæti með 18 stig. 

Stjarnan - Njarðvík 89:84

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild karla, 31. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:12, 11:12, 13:18, 15:22, 24:28, 28:33, 36:38, 44:40, 54:42, 59:47, 66:54, 73:59, 77:65, 79:75, 89:84.

Stjarnan: Nikolas Tomsick 20, Urald King 16/13 fráköst, Kyle Johnson 13/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 11/6 fráköst/3 varin skot, Tómas Þórður Hilmarsson 5/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Ágúst Angantýsson 3.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Aurimas Majauskas 20/7 fráköst, Chaz Calvaron Williams 20/9 stoðsendingar, Mario Matasovic 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5/6 fráköst, Kristinn Pálsson 4/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson.

Áhorfendur: 560

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert