Frá Idaho í Garðabæinn

Þjálfarateymið hjá Stjörnunni: Arnar Guðjónsson, Danielle Rodriguez og Ingi Þór …
Þjálfarateymið hjá Stjörnunni: Arnar Guðjónsson, Danielle Rodriguez og Ingi Þór Steinþórsson. Þau eru með öflugan leikmannahóp í höndunum. mbl.is/Bjarni Helgason

Bikarmeistararnir í Stjörnunni hafa samið við bandarískan leikmann fyrir keppnistímabilið í Dominos-deild karla í körfuknattleik sem hefst á fimmtudaginn. 

Stjarnan greinir frá því á Facebook R.J. Williams sé kominn til liðsins en hann útskrifaðist í vor úr Boise State University í Idaho í Bandaríkjunum. Skoraði hann 12 stig og tók liðlega 9 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í NCAA

Williams er um 2 metrar á hæð og mun aðstoða Hlyn Bæringsson í baráttunni nærri körfunni. 

mbl.is