Sigursælasti leikmaðurinn er fallinn frá

Bill Russell heiðraður af Barack Obama.
Bill Russell heiðraður af Barack Obama. AFP

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Bill Russell er látin, 88 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi en kvaddi þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið.

Sem leikmaður vann Russell 11 NBA-titla, mest allra, og var fimm sinnum valinn best leikmaður deildarinnar á 13 ára ferli sínum með Boston Celtics.  Hann var fyrirliði Bandaríkjanna er landið vann Ólympíugull árið 1956. Hann gerði einnig garðinn frægan sem þjálfari og var fyrsti svarti yfriþjálfari deildarinnar. 

Hann var fyrst tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans árið 1975 sem leikmaður. Síðan var hann aftur tekinn inn sem þjálfari í fyrra. Hann er hvað þekktastur fyrir treyjunúmerið sex, sem er nú búið að leggja á hilluna hjá Boston Celtics. 

„Bill Russell var mesti sigurvegarinn í öllum hópíþróttum. Þær óteljandi viðurkenningar sem hann vann á fræga ferli sínum hjá Boston Celtics segja aðeins byrjunina á sögunni um gríðarlegu áhrifin sem Bill hafði á deildina okkar og samfélagið í heild sinni. 

Á hátindi ferils síns talaði Bill af krafti fyrir borgarlegum réttindum og félagslegu jafnræði og réttlæti. Það er eitthvað sem hann miðlaði til yngri kynslóða NBA leikmanna sem fetuðu í fótspor hans.

Ég kallaði hann oft Babe Ruth körfuboltans fyrir það hvernig hann breytti tímunum. Bill var fullkominn sigurvegari og liðsfélagi og hans áhrif á NBA munu gæta að eilífu,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar um Bill Russell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert