Sterkur leikur Emmu dugði ekki til

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir átti góðan leik fyrir Ísland.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir átti góðan leik fyrir Ísland. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfubolta hafnaði í tólfta sæti í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu, eftir 69:71-tap fyrir Bretlandi í lokaleik sínum á mótinu í dag.

Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var 34:29, Bretlandi í vil. Íslenska liðið lék ágætlega í seinni hálfleik en eftir mikla spennu vann breska liðið að lokum nauman sigur.

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði 16 stig fyrir íslenska liðið og Sara Líf Boama gerði 12 og tók níu fráköst. Hekla Eik Nökkvadóttir skilaði ellefu stigum og sex fráköstum.

Íslenska liðið vann Noreg, Austurríki og Danmörk á mótinu en tapaði fyrir Slóvakíu, Hollandi, Írlandi og Bretlandi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert