Risasigur Íslands í fyrsta leik

Birgir Leó Halldórsson átti góðan leik.
Birgir Leó Halldórsson átti góðan leik. Ljósmynd/FIBA

U16 ára landslið karla í körfubolta fór illa með Lúxemborg í fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu í dag. Urðu lokatölur 90:49.

Íslenska liðið var með 40:27 forskot í hálfleik og hélt áfram að bæta við forskotið í seinni hálfleiknum.

Birgir Leó Halldórsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig og Lars Erik Bragason bætti við 17 stigum og sjö fráköstum. Þar á eftir kom Birkir Hrafn Eyþórsson með 14 stig og sjö fráköst.

Ísland leikur við Sviss í öðrum leik sínum á morgun. Eftir það er leikur við Búlgaríu á sunnudag og loks Tékkland á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert