Durant fer ekki fet

Kevin Durant verður áfram hjá Brooklyn Nets.
Kevin Durant verður áfram hjá Brooklyn Nets. AFP

NBA-lið Brooklyn Nets í körfuknattleik hefur gefið það út að stórstjarnan Kevin Durant muni ekki skipta um lið fyrir næsta tímabil þrátt fyrir að hafa óskað eftir skiptum í upphafi sumars.

Durant hefur verið þráfaldlega verið orðaður við skipti til LA Lakers en eftir fund í Los Angeles í gær er ljóst að ekkert verður af þeim.

Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í yfirlýsingu að náðst hafi samkomulag um að halda samstarfinu áfram.

„Ég og Steve Nash [þjálfari Brooklyn] ásamt Joe Tsai og Clara Wu Tsai [eigendur Brooklyn] hittum Kevin Durant og Rich Kleiman [umboðsmaður Durants] í Los Angeles í gær.

Við höfum tekið ákvörðun um að halda samstarfi okkar áfram. Við einbeitum okkur að körfubolta með eitt sameiginlegt markmið í huga: að byggja upp sterkt félag sem endist í því skyni að skila meistaratitlinum til Brooklyn,“ sagði Marks.

Durant, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Brooklyn til næstu fjögurra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert