Ekki óalgengt að konur lendi í svona

„Báðar meðgöngurnar gengu mjög vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Helena, sem er 34 ára gömul, er gift Finni Atla Magnússyni en saman eiga þau tvö börn; dæturnar Elínu Hildi og Emmu Björg.

Helena hefur sloppið vel við meiðsli á ferlinum en hún hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli undanfarin tvö tímabil.

„Það sem gerist eftir að ég eignaðist Emmu, yngri dóttur okkur, er að þá ríf ég liðþófa í hné þegar að hún er tíu mánaða gömul,“ sagði Helena.

„Ég er aðeins búin að spyrjast fyrir og lesa mig til um þetta og það er ekkert óalgengt að konur sem eru að koma til baka eftir barnsburð lendi í einhverju svona,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert