Njarðvík aftur upp að hlið Vals

Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík gegn KR á …
Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík gegn KR á síðasta tímabili. Hann var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík komst aftur upp að hlið Vals á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með sigri á Haukum, 97:89, í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld.

Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar hins vegar svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og í hálfleik var staðan 49:47, gestunum í vil.

Þriðji leikhluti var svo algjör eign Njarðvíkinga sem skoruðu nánast að vild og komust í 16 stiga forystu fyrir fjórða leikhluta. Haukar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka forskotið niður í sex stig þegar um mínúta var eftir en Mario Matasovic gerði þá út um leikinn með því að setja niður þriggja stiga körfu úr horninu.

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga í leiknum með 20 stig og Matasovic kom næstur með 19 stig. Hjá Haukum var Daniel Mortensen stigahæstur með 29 stig og Orri Gunnarsson skoraði 20.

Njarðvík og Valur eru því jöfn á toppi deildarinnar með 28 stig hvort, fjórum stigum meira en Haukar og Keflavík sem eru jöfn þar fyrir neðan.

Gangur leiksins: 9:6, 16:15, 24:18, 29:22, 35:25, 39:29, 43:37, 47:49, 52:56, 59:63, 61:68, 64:80, 69:88, 74:92, 82:92, 89:97.

Haukar: Daniel Mortensen 29/9 fráköst/10 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 20/5 fráköst, Darwin Davis Jr. 12, Norbertas Giga 11/6 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 8/5 stoðsendingar, Alexander Óðinn Knudsen 4, Breki Gylfason 3, Daníel Ágúst Halldórsson 2/6 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/8 fráköst, Mario Matasovic 19/4 fráköst, Nicolas Richotti 15, Dedrick Deon Basile 10/5 fráköst/13 stoðsendingar, Lisandro Rasio 9/8 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 8/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Logi Gunnarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson.

Áhorfendur: 222.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert