Virðumst ekki koma klárir í leik 3 í Reykjanesbæ

Pétur Rúnar Birgisson, hinn geysilega öflugi leikstjórnandi Tindastólsmanna, var að vonum gríðarlega svekktur með tap sinna manna gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld.

Tapið þýðir að staðan í einvíginu er vissulega 2:1 fyrir Tindastól en það var að finna á honum að hann langaði að klára þetta í kvöld.

Pétur sagði lið sitt virðast ekki vera tilbúið að leika leik númer 3 í einvígi í Reykjanesbænum og vísaði þar í leik númer 3 gegn Keflavík fyrir um tveimur vikum síðan þar sem Tindastóll tapaði einnig. 

Pétur sagði Tindastólsliðið hafa byrjað leikinn flatir sem hafi endað í 10:0-áhlaupi heimamanna og eftir ágætis baráttu rétt í þeim leikhluta hafi sínir menn aldrei náð neinum takti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert