Þrír nýir leikmenn í Kópavoginn

Sara Diljá Sigurðardóttir er komin til Breiðabliks.
Sara Diljá Sigurðardóttir er komin til Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Það hefur verið nóg að gera hjá körfuknattleiksdeild Breiðabliks í dag, því félagið kynnti þrjá nýja leikmenn sem munu leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabili.

Tinna Diljá Jónasdóttir er komin aftur til Breiðabliks, þar sem hún er uppalin, frá Stjörnunni. Tinna er fædd árið 2008 og hefur leikið með yngri flokkum Stjörnunnar undanfarin ár.

Gréta Proppe Hjaltadóttir kemur til Breiðabliks frá ÍR, þar sem hún lék á síðustu leiktíð, en hún er uppalin hjá Vestra á Ísafirði.

Þá er Sara Diljá Sigurðardóttir komin til Breiðábliks frá Fjölni, en hún lék síðast með Grafarvogsfélaginu árið 2020. Hún hefur einnig spilað með Snæfelli, en er uppalin hjá Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert