Ætla með félagaskiptin til Tindastóls fyrir dómstóla

Jacob Calloway í leik með Valsmönnum í apríl 2022.
Jacob Calloway í leik með Valsmönnum í apríl 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forráðamenn kósovóska körfuknattleiksfélagsins Peja eru afar ósáttir með félagaskipti Bandaríkjamannsins Jacobs Calloways til Tindastóls.

Á mánudaginn tilkynntu Íslandsmeistarar Tindastóls að Calloway hefði skrifað undir samning við Tindastól sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Kósovóska félagið sendi svo frá sér tilkynningu í gær þar sem það telur félagskipti Calloways til Tindastóls vera ólögleg.

Ekkert samkomulag í höfn

„Jacob Calloway yfirgaf félagið og Kósovó mjög óvænt í gær án nokkurs samráðs við okkur,“ segir í tilkynningu Peja.

„Síðar komumst við að því að hann væri búinn að semja við félag á Íslandi, án þess að samkomulag hefði náðst við okkur um félagaskiptin.

Svona vinnubrögð eru ekki boðleg og við munum leita réttar okkar, og fara með þetta mál fyrir dómstóla vegna þessa,“ segir enn fremur í tilkynningu Peja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert