Jón Axel og félagar upp í fimmta sæti

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson og liðsfélagar hans í Alicante unnu góðan 19 stiga útisigur á Hestia Menorca, 76:57. í næst efstu deild spænska körfuboltans í dag. 

Jón Axel spilað 19 mínútur og skoraði fimm stig en ásamt því tók hann eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. 

Alicante er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert