Keflavík fór illa með Stjörnuna í toppslagnum

Katarzyna Trzeciak var atvkæðamikil þrátt fyrir tap.
Katarzyna Trzeciak var atvkæðamikil þrátt fyrir tap. mbl.is/Arnþór

Keflavík er komin með sex stiga forskot í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik eftir 28 stiga útisigur á Stjörnunni, 89:61, í Garðabænum í dag. 

Keflvíkingar eru á toppnum með 20 stig en í öðru til fjórða sæti eru Stjarnan, Njarðvík og Grindavík með 14. 

Keflavíkurliðið var 19 stigum yfir í hálfleik, 49:#0, og jók aðeins forskot sitt í síðari hálfleik. 

Daniela Wallen átti góðan leik í liði Keflavíkur með 18 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar. Þá skoruðu Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benonýsdóttir 16 stig. 

Hjá Stjörnunni skoraði Katarzyna Trzeciak 19 stig og tók ellefu fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert