Svo var Remy geggjaður

Sigurður Pétursson átti góðan leik með Keflavík í kvöld í stórsigrinum á  Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta og hann var að vonum ánægður í leikslok þegar mbl.is ræddi við hann.

Hann sagði að Keflvíkingar hefðu mætt vel undirbúnir til leiks og hefðu sérstaklega ætlað að vinna frákastabaráttuna, sem hann teldi að hefði tekist.

„Svo var Remy geggjaður í fyrri hálfleiknum," sagði Sigurður um félaga sinn Remy Martin sem skoraði 33 stig í leiknum. 

Viðtalið við Sigurð má sjá í spilaranum.

Keflvíkingurinn Jaka Brodnik í baráttunni í Njarðvík í kvöld.
Keflvíkingurinn Jaka Brodnik í baráttunni í Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert