Stórsigur í Suðurnesjaslagnum

Sara Rún Hinriksdóttir kemur sterk inn í lið Keflavíkur.
Sara Rún Hinriksdóttir kemur sterk inn í lið Keflavíkur. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflvíkingar juku forskot sitt í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld með auðveldum heimasigri gegn Grindvíkingum, 95:67.

Keflavík er komið með 34 stig á toppnum en Njarðvík er með 28 stig og Grindavík 24 í næstu sætum og deildarmeistaratitillinn er nú í augsýn.

Staðan var 52:39 í hálfleik og munurinn jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum.

Sara Rún Hinriksdóttir var með 19 stig og 12 fráköst fyrir Keflavík, Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 15 stig og Birna Benónýsdóttir og Anna Lára Vignisdóttir 12 stig hvor.

Hjá Grindavík var Sarah Mortensen með 15 stig og 14 fráköst og Eve Braslis skoraði 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert