Ítalir unnu í riðli Íslands

Elvar Már Friðriksson í leik með Íslandi gegn Ítalíu fyrir …
Elvar Már Friðriksson í leik með Íslandi gegn Ítalíu fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Ítalía hafði betur gegn Tyrklandi, 87:80, þegar liðin áttust við í B-riðli undankeppni EM 2025, riðli Íslands, í Pesaro á Ítalíu í gærkvöldi.

Ítalir voru við stjórn stærstan hluta leiksins og leiddu til að mynda með 11 stigum í hálfleik, 50:39.

Munurinn var 12 stig, 68:56, að loknum þriðja leikhluta. Þrátt fyrir gott áhlaup gestanna frá Tyrklandi undir lokin þar sem þeim tókst þegar best lét að minnka muninn niður í sex stig, 79:73, héldu Ítalir út og unnu sjö stiga sigur.

Ítalía er þar með á toppi B-riðils með tvö stig líkt og Ísland sæti neðar, eftir sterkan sigur á Ungverjalandi í Laugardalshöll í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert